ff
Ólympíuleikarnar standa nú sem hæst og ný met eru sett daglega og þá ekki aðeins í ólympíugreinunum heldur einnig í mörgu því sem snýr að skipulagi leikanna.
Áætlað er að um 14 milljónir máltíða verði borin fram á ólympíusvæðinu á meðan leikarnir standa yfir og aldrei hafa sjávarréttir skipað jafnstóran sess á matseðlinum og nú, að því er fram kemur á SeafoodSource.
Gert er ráð fyrir að 82 tonn af sjávarréttum verði framreidd fyrir 10.500 keppendur og meira en 9 milljónir áhorfenda. Til samanburðar má nefna að borin verða fram 100 tonn af kjöti og 31 tonni af kjúklingum.
Þá hafa skipuleggjendur Ólympíuleikanna lýst því yfir að allir sjávarréttir verði unnir úr fisktegundum sem nýttar eru með sjálfbærum hætti.