Samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska haf- og loftlagsráðinu (NOAA) tapast á hverju ári milli 10 og 23 milljarðar Bandaríkjadala úr opinbera hagkerfinu sem jafngildir milli 1.290 og 3.000 milljörðum íslenskra króna vegna ólöglegra fiskveiða í heiminum.

NOAA hefur sent frá sér lista með nöfnum tíu þjóða sem sagðar eru leggja stund á ólöglegar veiðar og gefa upp rangar aflatölur. Þjóðirnar á listanum eru Kólumbía, Ekvador, Gana, Ítalía, Panama, Suður-Kórea, Spánn, Tasmanía og Venesúela. Mexíkó er einnig nefnd í skýrslunni vegna lélegrar stjórnunar og vanskráningar á meðafla.

Stjórnvöld í fyrrnefndum löndum eru í skýrslunni hvött til að auka eftirlit með fiskveiðum og grípa til aðgerða til að draga úr ólöglegum veiðum.