Matís hefur birt skýrslu sem fjallar um mengunarvöktun í sjávarfangi, lýsi og fóðri. Skýrslan kynnir niðurstöður efnagreininga á óæskilegum efnum í mikilvægum sjávarafurðum en verkefnið er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem er styrkt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003.
Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni óæskilegra efna, ekki síst þrávirkra lífrænna efna eins og díoxín, PCB efna og varnarefna í þessum afurðum á mismunandi árstímum.
Styrkur þrávirku efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjávarfiskistofnanna sem afurðirnar eru unnar úr og nær hámarki á hrygningartíma. Fyrri skýrslur hafa sýnt að þá hættir magni díoxína og díoxín-líkra PCB efna auk einstakra varnarefna til þess að fara yfir leyfileg mörk Evrópusambandsins. Þetta á sérstaklega við um afurðir unnar úr kolmunna.
Sjá nánar á heimasíðu Matís