Geysileg hækkun hefur orðið á verði olíu til fiskiskipa síðustu árin og er það nálægt sögulegu hámarki, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Viðmiðunarverð á gasolíu og flotaolíu á árabilinu 1996-2013 hækkaði úr 20 íslenskum krónum í 150-160 krónur (án vsk).
Hluti af skýringunni er að sjálfsögðu gengisfall krónunnar í kjörfar efnahagshrunsins en olíuverð í erlendri mynt hefur einnig hækkað afar mikið eða úr 200 tollurum tonnið í 900 dollara frá aldamótum.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.