Gífurleg hækkun hefur orðið á olíureikningi útgerðarinnar. Meðalverð á tonni af olíu á Rotterdam markaði í síðasta mánuði var 961 dollari og hefur það áttfaldast frá árinu 1998 þegar það stóð í 118 dollurum, að því er Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ upplýsir í nýjustu Fiskifréttum.
Olíureikningur útgerðarinnar hækkaði um 7 milljarða króna milli áranna 2010 og 2011 eða um 45%, fór úr 15,5 milljörðum í 22,5 milljarða.
Sjá nánar í Fiskifréttum.