Olíueyðsla norskra togskipa á þorskveiðum miðað við hvert kíló af fiski hefur minnkað um tvo þriðju frá árinu 2001 til dagsins í dag, að því er fram kemur í nýbirtri skýrslu norsku rannsóknastofnunarinnar NOFIMA.
Árið 2001 brenndu togskipin 1,25 lítrum eldsneytis á hvert kíló af fiski en árið 2012 var eyðslan komin niður í 0,4 lítra á kíló. Skýrsluhöfundar telja að hagræðing í fiskiskipaflotanum og gott ástand fiskistofnanna séu meginástæður þessarar þróunar.