Ástand stofna úthafs- og innfjarðarækju er ekki gott. Úthafsrækjustofninn náði áður óþekktu lágmarki árið 2004 en hefur stigið lítillega síðan. Aukin fiskgengd og hærri yfirborðshiti eru taldar helstu ástæður þess að nýliðun rækjunnar er léleg. Ólíklegt er að rækjuveiðar eigi eftir að aukast í náinni framtíð.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ingibjörgu G. Jónsdóttur rækjusérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun í nýjustu Fiskifréttum. Úthafsrækjuaflinn komst í 65 þús. tonn árið 1997 en var 6.400 tonn á síðasta ári.

Sjá nánar í Fiskifréttum.