Rússnesk stjórnvöld ætla að freista þess að ná samningum við þjóðir Vestur-Afríku um aukna veiðikvóta utan við strendur landanna. Til þess að liðka fyrir samningum bjóða Rússar þessum þjóðum ókeypis flutningabíla, báta og annað búnað. Jafnframt eru þeir tilbúnir að taka á móti fleiri námsmönnum frá þessum löndum án endurgjalds.
Rússnesk skip hafa stundað veiðar við strendur Vestur-Afríku síðan á áttunda áratug 20. aldar, aðallega úti af Marokkó, Máritaníu, Senegal og Namibíu. Aflinn er makríll, hestamakríll, sardína og sardínella. Á síðustu árum hafa Rússar verið í samkeppni við togara frá ESB, Kína og fleiri löndum. Á árinu 2011 veiddu Rússar 211.000 tonn á þessum slóðum en á fyrstu níu mánuðum þessa árs var aflinn 148.000 tonn.
Rússneskar útgerðir, eins og útgerðir annarra erlendra þjóða sem veitt hafa við strendur Vestur-Afríku, kvarta undan því að veiðigjöld hafi verið margfölduð í þessum löndum og stjórnvöld í Máritaníu hafi ýtt togurunum út fyrir 20 sjómílur frá landi sem geri það að verkum að ekkert veiðist. Meðan þetta ástand varir hafa öll erlend veiðiskip horfið á braut úr lögsögu Máritaníu, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu.
Sjávarútvegsvefurinn fis.com skýrir frá þessu.