Þrátt fyrir að rækjuveiðar hafi aukist hér við land á allra síðustu árum dugar það ekki til að vega upp á móti samdrætti í framboði á innfluttu hráefni. Þar af leiðandi hafa rækjuverksmiðjurnar úr stöðugt minna hráefni að moða.

,,Hráefnisöflunin er fyrst og fremst flöskuhálsinn í þessum rekstri. Sífellt erfiðara er að fá iðnaðarrækju erlendis frá til vinnslu. Þannig voru til dæmis flutt inn rúm 22 þúsund tonn af frystu hráefni árið 2011 en aðeins 14.400 tonn á síðasta ári. Að viðbættum afla af Íslandsmiðum var heildarhráefni til vinnslu tæplega 24.000 tonn í fyrra og hefur ekki verið minna um margra áratuga skeið,“ segir Bragi Bergsveinsson hjá Samtökum fiskvinnslustöðva (SF)  í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar umfjöllun um stöðu rækjuiðnaðarins í Fiskifréttum.