Selakvóti Norðmanna verður svipaður í ár og hann var á síðasta ári. Norskir selfangarar mega veiða 21.270 grænlandsseli eldri en eins árs milli Jan Mayen og Grænlands og 7.000 seli í norðausturhluta Barentshafs.
Sjávarútvegsráðuneytið norska hefur ákveðið að styrkja selveiðar Norðmanna um 2 milljónir króna, eða um 30 milljónir íslenskar. Enginn styrkur var veittur á síðasta ári en árið 2014 var hann 12 milljónir, eða 182 milljónir íslenskar.