Fulltrúar norsku síldarsölusamtakanna og fiskframleiðenda í uppsjávarfiski hittust á fundi í byrjun vikunnar til að ræða verð á uppsjávarfiski.

Á fundinum var ákveðið að verð á loðnu og kolmunna til manneldisvinnslu yrði óbreytt. Verðið er 1,8 krónur norskar á kílóið eða tæp 41 króna íslensk.