Frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld er tilbúið til framlagningar. Leynd hvílir ennþá yfir frumvarpinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir óbreyttum veiðgjöldumi. Ekki er ljóst hvort óbreytt veiðigjöld vísi til sömu heildarupphæðar eða óbreyttrar krónutölu.
Í Fréttablaðinu í dag er bent á að á þessu sé reginmunur, þar sem leiða megi líkur að því að óbreytt krónutala á tegundir myndi skila hærri heildarupphæð veiðigjalda til ríkisins í takt við aukið aflamagn og þá sérstaklega í uppsjávartegundum eins og loðnu.