Nýtt skip sem verið er að smíða fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í Kína fái heitið Breki. Skipið mun bera umdæmisnúmerið VE 61.

Skipsnafnið Breki á langa og farsæla sögu í Vestmannaeyjum og tengist það líka sögu Vinnslustöðvarinnar sterkum böndum, að því er fram kemur í www.eyjafrettir.is.

Togarinn Breki sem lengi var í eigu Vinnslustöðvarinnar var landsþekkt aflaskip.

Skipið er væntanlegt til lands á fyrri hluta árs 2016. Heildarkostnaður við skipið er áætlaður um tveir milljarðar króna.