Nýtt skip, Glyvursnes, hefur bæst í flota Smyril Line sem keypti skipið af finnska félaginu Bore Ltd. Skipið mun sigla á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur.
Smyril Line tók við skipinu í gær í Fayard skipasmíðastöðinni í Munkebo á Fjóni. Skipið hét áður Seagard og verður því siglt frá Munkebo til Færeyja 30. desember næstkomandi, að því er fram kemur í frétt færeyska sjónvarpsins KVF.
Skipstjórar á Glyvurnesi verða Óli Hammer og Eljón Poulsen.
Skipið varð byggt í skipasmíðastöðinni Sieatas í Þýskalandi árið 1999. Það er 153,5 metra langt og 20,6 metrar á breidd.
Glyvursnes verður í reglulegum siglingum milli Þórshafnar í Færeyjum, Þorlákshafnar og Hirtshals.