Eftir nær þriggja ára vinnu við hönnun nýs hafrannsóknaskips tók við útboðsferli sem nú er lokið. Ákveðið hefur verið að ganga að tilboði skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón sem staðsett er í Vigo á Spáni.
Undirritun kaupsamnings mun fara fram í húsnæði Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði á morgun. Þar munu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, og Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar auk fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar undirrita samninginn.
Það var í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands sem Alþingi samþykkti í júní 2018 þingsályktun um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra væri falið að hefja undirbúning að smíði hafrannsóknaskips sem ætlað er að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar.
Í nýrri fjármálaáætlun kemur fram að ert er ráð fyrir að smíði nýs hafrannsóknaskips hefjist í haust og verði lokið fyrir árslok 2024.