Háskólinn í Reykjavík og Landsamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um stofnun nýrrar námsbrautar fyrir stjórnendur í sjávarútvegi.
Námið byggir á þarfagreiningu stjórnenda í greininni, sérfræðinga Háskólans í Reykjavík, þekkingu starfsfólks LÍÚ og sótt er í djúpan þekkingarbrunn HR þegar kemur að stjórnendaþjálfun og þarfagreiningu stjórnenda í greininni.
Náminu er ætlað styrkja stjórnendur í starfi, efla leiðtogahæfni þeirra og gefa þeim nýja sýn á þau verkefni og áskoranir sem þeir mæta. Námið ætti því að vera ábatasöm fjárfesting fyrir fyrirtæki í greininni auk þess sem vonir eru bundnar við aukin samskipti milli fyrirtækja muni skila sér í eflingu sameiginlegs markaðsstarfs íslensks sjávarútvegs í framtíðinni.
Kennsla fer fram tvo daga í mánuði á tímabilinu janúar - apríl 2014.
Sjá nánar á vef LÍÚ