Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur fest kaup á norska uppsjávarskipinu Smaragd. Skipið kemur líklega til Fáskrúðsfjarðar næstkomandi sunnudag. Það er smíðað árið 1999 og leysir af hólmi gamla Hoffellið sem er orðið 33 ára gamalt.
Nýja Hoffellið er 68 metrar á lengd og 12,6 metrar á breidd. Burðargeta þess er 1.650 tonn samanborið við 1.200-1.400 tonn í eldra skipinu. Aðalvélin er 5.900 hestöfl. Þá er kæligeta skipsins um 60% meiri en í gamla Hoffelli.
Friðrik Mar Guðmundssson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir í samtali við Fiskifréttir að nýja sé skipið sé mikið framfaraskref fyrir fyrirtækið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.