Rækjutogskipið Caprice kom nýsmíðað til heimahafnar í Egersund í Noregi í haust. Þótt Caprice sé ekki stór bátur er hann mjög fullkominn enda segir í frétt í Kystmagasinet að nýtt „flaggskip“ hafi bæst í rækjuflotann.

Caprice er rúmir 27 metrar á lengd og 8,4 metrar á breidd. Skipið kostar um 30 milljónir (545 milljónir ISK), þar af kostar rækjuverksmiðja um borð 2 milljónir. Rækjan er soðin um borð og kæld niður í 4 gráður.

Skipið veiðir rækju við ströndina og er rækjan stór og verðmæt, um 50 til 70 stykki í kílóinu. Skipstjórinn segir að áhöfnin geti haft um 500 til 600 þúsund krónur norskar í árslaun (um9 til 11 milljónir ISK).

Sjá myndir og frásögn í Kystmagasinet .