Stærsta skip sem siglt hefur inn í Þorákshöfn, nýtt skip Smyril Line, er töluvert stærra en þau sem áður hafa komið þangað. Því þurfti öflugar lausnir til að tryggja þann enda er stendur út fyrir bryggjukantinn. Segir frá því í færslu Hampiðjunnar að grafnar voru holur þar sem festar voru 26 mm ML keðjur. Við þær eru tengdir tveir leggir úr 32 mm Robus kaðli frá Hampiðjunni.
![Grafnar voru holur þar sem festar voru 26 mm ML keðjur.](http://vb.overcastcdn.com/images/141326.width-800.jpg)
Robus tógið er jafn sterkt og stálvír af sama sverleika, en er miklu léttara, meðfærilegra og ryðgar ekki. Þessir tveir leggir, 90 m og 135 m langir, tryggja að framendi skipsins sé kirfilega festur. Skipið hefur nú lagst tvisvar við bryggju eftir að þessi lausn varð til og hefur allt gengið eins og best verður á kosið.