Skip sem verið hefur í smíði fyrir UK Fisheries var sjósett hjá Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi í síðustu viku. UK Fisheries er breskt félag í eigu dótturfélags Samherja til helminga á móti Parlevliet & Van der Plas í Hollandi. Það var Nigel Atkins framkvæmdastjóri UK Fisheries sem klippti á borðann að viðstöddum helstu eigendum félagsins.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Mörg íslensk fyrirtæki hafi gert samninga um búnað í skipið. Helst má nefna að fiskvinnsluvélar koma frá Vélfag í Ólafsfirði, siglingatæki frá Brimrún í Reykjavík, spilbúnaður frá Naust Marine, vinnsludekkið er smíðað í Slippnum á Akureyri og frystibúnaður í skipið er frá Kælismiðjunni Frost. Að auki er gert ráð fyrir að Íslendingar fari til Tyrklands til að koma búnaðinum fyrir í skipinu.
Sjá fleiri myndir af sjósetningunni á vef Samherja.