Nóta- og togskipið Beinur, nýsmíði frá Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Hirtshals í Danmörku nýlega. Skipið er 78 metra langt og mun að mestu veiða bræðslufisk svo sem sandsíli, brisling, kolmunna og spærling, en einnig síld til manneldis. Nótin verður notuð þegar veiddur er makríll.
Að útgerðarfélaginu Beinur stendur færeyska fjölskyldan Tindskar sem búsett er í Danmörku.
Á norska vefmiðlinum Kystmagasinet má lesa meira um skipið og sjá myndir af því.
Því má bæta við að Karstensens skipasmíðastöðin í Danmörku er nú með samninga um smíði á tólf uppsjávarskipum til viðbótar sem afgreidd verða á næstu tveimur árum. Nýsmíðarnar eru fyrir útgerðir á Írlandi, Skotlandi, Hjaltlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Sjá nýsmíðalistann HÉR.