Í skipasmíðastöð í Tyrklandi er verið að hefja smíði á nýju skipi fyrir Sea Shepherd samtökin sem verður öflugra og hraðskreiðara en önnur skip samtakanna. Þekktust eru samtökin hérlendis fyrir afskipti sín af hvalveiðum, en einnig hafa þau beitt sér gegn skipum sem stunda ólöglegar fiskveiðar á úthöfunum.
Skýrt er frá nýsmíðinni á færeyska vefnum portal.fo og þar kemur jafnframt fram hollenska pósthappdrættið hafi lagt 8,3 milljónir evra til smíðinnar eða jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna.
Sjá nánar myndband frá Sea Shephard, HÉR.