Norðmenn eru nú í óða önn að endurnýja fiskiskipaflota sinn. Nýjasta viðbótin er Christina E sem útgerðin Ervik & Sævik AS hefur látið smíða í Karsteinsens skipasmíðastöðinni á Skagen í Danmörku.

Skipið, sem kom til heimahafnar í Heröy í síðustu viku, er 80,4 metrar á lengd og 16,6 metra breitt. Áætlaður kostnaður, samkvæmt frétt í Fiskeriblade/Fiskaren, er um 300 milljónir norskra króna eða jafnvirði 6,3 milljarða íslenskra.

Eins og Fiskifréttir skýrðu frá nýlega eru mörg önnur ný uppsjávarskip í smíðum fyrir Norðmenn.