Fulltrúar þeirra ríkja sem nýta úthafskarfann komu saman til fundar í síðustu viku í London til þess að ræða leyfilegan heildarafla á þessu ári og skiptingu hans.

Í frétt á vef samtaka norskra útgerðarmanna segir að viss árangur hafi orðið á fundinum en þó ekki tekist að semja um heildarkvóta eða skiptinguna milli ríkjanna. Nýr fundur verði haldinn í Reykjavík eftir þrjár vikur.