Nýr sjávarútvegsráðherra hefur verið skipaður í Noregi nú við ríkisstjórnarskiptin. Fyrir valinu varð Elisabeth Aspaker, þingmaður Hægri flokksins síðan 2005. Hún hefur á síðustu árum verið talsmaður síns flokks í skólamálum.
Það kemur m.a. í hlut Aspaker að taka við makríldeilunni úr hendi fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Lisbeth Berg-Hansen.