Sigurður VE, hið nýja skip Ísfélagsins, hefur fengið heimild til að veiða makríl í grænlensku lögsögunni á leyfi Royal Greenland Pelagic, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Sigurður er fimmta skipið sem fær heimild til að veiða á leyfi Royal Greenland Pelagic. Hin skipin eru Tasermiut, Tuneq (fyrrum Þorsteinn ÞH), Tasiilaq (fyrrum Guðmundur VE) og Heimaey VE.
Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, sagði í samtali við Fiskifréttir að óákveðið væri hvenær Sigurður VE héldi til veiða í grænlensku lögsöguna.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.