Óli á Stað GK var sjósettur á Akureyri um helgina en hann er krókaaflamarksbátur af stærstu gerð, um 30 brúttótonn að stærð og 15 metra langur. Þetta er fyrri báturinn af tveimur sem Stakkavík í Grindavík samdi um smíði á hjá bátasmiðjunni Seiglu á Akureyri.

Alþingi samþykkti á síðasta ári að auka leyfilega hámarksstærð krókaaflamarksbáta og eru þessir bátar smíðaðir í samræmi við þá breytingu, sem og bátanir sem Trefjar afhentu Einhamri Seafood í Grindavík á dögunum.