Íslendingar sem hafa lagt leið sína til Japan hafa margir hverjir komið á Tsukiji fiskmarkaðinn í Tókíó enda er hann mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn rétt eins og fólk úr sjávarútvegi.

Markaðurinn er farinn að láta mikið á sjá og þykir hann ekki svara kröfum tímans lengur. Því hafa borgaryfirvöld í Tókíó kynnt áform um byggingu nýs fiskmarkaðar sem verður 40% stærri en sá gamli og mun leysa hann af hólmi. Áætlað er að nýi markaðurinn  verði tekinn í notkun árið 2014.