Í gær var nýr bátur sjósettur hjá Seigi á Akureyri (áður Seiglu), að því er fram kemur á myndasíðu Þorgeirs Baldurssonar . Báturinn heitir Oddur á Nesi SI 76 og er í eigu útgerðarinnar BG nes ehf. sem Freyr Steinar Gunnlaugsson á Siglufirði stendur að. Báturinn mun stunda veiðar með balalínu.
Gert er ráð fyrir að báturinn verði afhentur fljótlega og geti þá farið á veiðar.