Norðmenn halda áfram að endurnýja fiskiskipaflota sinn af sömu eljunni og áður. Nú er komið að nótaskipi af minni gerðinni, Sulebas, sem auk þess er útbúið til togveiða, dragnótaveiða og netaveiða.

Skipið er 38,55 metra langt og 9,5 metra breitt með 749 kW aðalvél.

Skrokkurinn var smíðaður í Lettlandi en skipið var fullgert hjá Solund skipasmíðastöðinni í Noregi.  Skipinu, sem smíðað er fyrir útgerð skammt norðan við Björgvin, verður formlega gefið nafn um næstu helgi.