Nýr Leinebris, eitt fullkomnasta og nýtískulegasta línuskip í heimi, er nú á leið til Noregs nýsmíðaður frá Tyrklandi.
Leinebris er ríkulega útbúinn hvort sem um er að ræða búnað til veiða og vinnslu eða aðbúnað áhafnar. Sjá myndir hér af skipinu.
Leinebris er smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni. Skipið er 58,40 metrar á lengd og 13,40 metrar á breidd. Það er einnig útbúið til netaveiða. Línan eða netin eru tekin um borð í gegnum brunn. Um borð er meðal annars flakavinnsla. Hægt er að vinna 55 tonn á dag og lestar eru fyrir 500 tonn.
Eigendur eru Leinebris AS i Herøy og Langøy kyst-og havfiske AS á Averøy. Ráðgert er að skipinu verði formlega gefið nafn 12. september næstkomandi.