Síðastliðinn laugardag bættist nýr bátur í flota Snæfellsbæjar þegar Kristinn SH 812 kom til heimahafnar í Ólafsvík

Útgerðarfélagið Breiðavík ehf keypti bátinn frá Belgíu en báturinn er smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50. Og er 14,70 metra langur og 4,40 metra breiður.

Eigendur sem eru þeir feðgar Bárður Guðmundsson og Þorsteinn sigldu bátnum til Íslands ásamt tveim Belgum og tók ferðin til Íslands um eina viku.

Þorstein segir að bátnum hafi verið siglt til Hafnarfjarðar þar sem bátnum hafi verið breitt að þeirra þörfum, dráttarlúga hafi verið stækkuð, ný dælustöð fyrir spilkerfi sett í bátinn auk nýrra tækja. Þorsteinn segir ennfremur að í bátnum séu tvær Volvo 500 hestafla vélar auk ljósavélar og svo er krapavél í bátnum.

Breiðavík á tvö báta fyrir en þeir verða báðir settir á sölu segir Þorsteinn og bætir við að  með þessum kaupum sé betri aðstaða fyrir áhöfn og ákveðin hagræði.

Kristinn verður gerður út  til línuveiða og verða fjórir menn í áhöfn.