Hákon ÞH, nýtt uppsjávarskip Gjögurs, kom til Reykjavíkur í gærmorgun eftir að hafa tafist vegna vélarbilunar í Færeyjum á leið sinni frá Skagen í Danmörku þar sem skipið var smíðað. Heimferðin gekk vel þótt miklar brælur hafi fylgt skipinu alla leið frá Danmörku og síðan frá Færeyjum til Íslands. Skipið er 75 metra langt og 16,5 metrar á breitt og búið 13 RSW lestum sem er 2.500 rúmmetrar. Ráðgert er að skipið haldi til veiða strax í fyrramálið. Skipstjóri er Arnþór Pétursson. Nánar verður fjallað um Hákon ÞH í Fiskifréttum á næstunni.