Freyja Önundardóttir, útgerðarstjóri Önundar hf., var kjörinn nýlega kjörinn formaður Kvenna í sjávarútvegi á aðalfundi félagsins.

Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að efla og styrkja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins. Heimsóknir í fyrirtæki hafa verið hluti af starfinu og verða það áfram. Ein af leiðunum sem hefur verið farin er að rannsaka stöðu kvenna í sjávarútvegi. Samið hefur verið við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Capacent um framkvæmd verkefnisins sem hefst á næstu vikum.

Nú eru 165 konur í félaginu og hefur þeim fjölgað verulega frá síðasta ári.

Félagið heldur úti vefsíðu þar sem fræðast má um starfsemina.