Á miðvikudaginn skrifuðu ESB og Marakkó undir fiskveiðisamning til fjögurra ára sem heimilar 126 evrópskum skipum að veiða í lögsögu Marokkó, að því er fram kemur á vefnum fis.com. Flest skipin koma frá Spáni.
Nýi samningurinn kostar ESB 40 milljónir evra á ári (tæpa 6,4 milljarða ISK). Af þeirri upphæð koma 10 milljónir evra frá spönskum útgerðum.
Evrópsk fiskiskip hafa ekki getað veitt í lögsögu Marokkó í meira en eitt og hálft ár. Í desember 2011 var felld tillaga á Evrópuþinginu um að framlengja samning sem rann út í febrúar 2012.
Nýi samningurinn tekur ekki gildi strax því hann þarf fyrst að hljóta samþykki Evrópuþingsins.