Grænlendingar og Rússar hafa endurnýjað fiskveiðisamning ríkjanna fyrir árið 2016 og er hann óbreyttur frá yfirstandandi ári.

Samkvæmt honum fá Rússar að veiða 1.775 tonn af grálúðu við Vestur-Grænland og 600 tonn af grálúðu og 500 tonn af karfa við Austur-Grænland.

Veiðiheimildir Grænlendinga í rússneskri lögsögu verða 5.100 tonn þorskur, 500 tonn ýsa og 500 tonn rækja, auk 10% meðafla af öðrum tegundum.