Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar, með fulltrúum Fiskistofu, hafa að undanförnu verið við eftirlit á Breiðafirði sem m.a. hefur falist í í að fara um borð í báta og kanna veiðileyfi, haffæri, lögskráningu og fleira.
Báturinn sem notaður er við eftirlitið er harðbotna slöngubátur frá fyrirtækinu OK Hull sem var afhentur Landhelgisgæslunni í vor og verður prófaður á næstu mánuðum við ýmsar aðstæður. Er þetta í fyrsta sinn sem eftirlit á þessu svæði fer fram með bát að þessari stærð en í fyrra var sambærilegu eftirliti sinnt af Baldri, eftirlits- og sjómælingaskipi LHG.
Stefnt er að eftirliti um allt land út ágúst og verður ekið með bátinn milli hafna á landinu og hann sjósettur á ýmsum stöðum. Verkefnið er samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar, Fiskistofu og fleiri stofna.
Sjá nánar um samstarfsverkefni LHG og OK Hul l.