Ný vinnslulína fyrir afurðir, sem til falla við bolfiskvinnslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík, verður tekinn í notkun í fiskmjölsverksmiðju félagsins á Akranesi á næstu dögum. Um er að ræða þriðju framleiðslulínuna í verksmiðjunni en fyrir eru tvær sem notaðar eru til bræðslu á uppsjávarfiski. Nýja framleiðslulínan notar gufu frá rafskautskatli í stað olíukynnts gufuketils en eins og staðan er nú hefur HB Grandi tryggt 2,5 MW af raforku til framleiðslunnar. Það svarar til um 15-20% orkuþarfarinnar ef öll verksmiðjan væri keyrð á fullum afköstum.

Almar Sigurjónsson, rekstrarstjóri fiskmjölsverksmiðja HB Granda hf, segir afkastagetu nýju framleiðslulínunnar verða um 55 tonn af hráefni á sólarhring.

,,Það hefði vissulega verið hægt að vinna það magn með þeirri framleiðslulínu sem við höfðumfyrir hér í verksmiðjunni en magnið er samt það lítið að það myndi aldrei svara kostnaði að setja stóru verksmiðjuna í gang fyrir svo lítið magn, þar að auki viljum við vinna hráefnið sem ferskast og nota sem mest af innlendri orku “ segir Almar.

Sjá nánar á vef HB Granda.