Nýr Bjarni Ólafsson AK-70 kom til Neskaupstaðar í morgun. Hann leysir af hólmi gamla skipið með saman nafni sem smíðað var árið 1978. Skipið sem nú tekur hlutverki þess eldra er keypt frá Noregi og hét áður Fiskesker. Það er um 2.000 brúttótonn að stærð, smíðað árið 1999.
Útgerðarfélagið Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi gerir skipið út en Síldarvinnslan á hlut í félaginu og skipið landar afla sínum að jafnaði í Neskaupstað.