Nýr bátur er að hefja veiðar á innfjarðarrækju í Skjálfanda og verður rækjan soðin um borð. Það er útgerðarfélagið Eyrarhóll ehf. á Húsavík sem gerir bátinn út.

Nýi báturinn heitir Árni á Eyri ÞH (ex. Sigurpáll GK og Rúna RE). Eyrarhóll keypti bátinn, sem er um 75 brúttótonn að stærð, fyrr á árinu og hefur hann verið í breytingum og endurbótum hjá Skipavík í Stykkishólmi. Stefnt er að því að hefja veiðar eftir verslunarmannahelgi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.