Nýr Baldur, sem leysir af hólmi núverandi Breiðafjarðarferjuna Baldur, er kominn til landsins. Skipið tekur 280 farþega og 55 bíla. Skipin var smíðað árið 1979 en endurbyggt 1989 og fékk nýja og stærri vél 1993. Skipið er keypt frá Noregi og hét áður Vågen.
Bílaflutningsgeta skipsins að mati Sæferða er u.þ.b. 55 einkabílar. Andstætt eldri Baldri eru öll ökutæki flutt undir dekki og varin fyrir sjóroki. Skipið er svokallað gegnumakstursskip svipað Herjólfi. Hrein hæð á ekjudekki 4.5 m og heimilaður öxulþungi 13 tonn, sem leiðir til þess að öll lögleg flutningaeyki geta nýtt skipið.
Skipið tekur svipaðan farþegafjölda og eldri Baldur en munurinn felst í bílunum þar sem sá gamli tekur um 38 bíla. Einnig munar miklu að bílaþilfarið er lokað fyrir sjógangi. Lofthæðin er líka 4,5 m í stað 4,1 og munar um það.
Sjá nánar lýsingu á skipinu á vef Vegagerðarinnar