Börkur NK veiddi skipa mest á nýliðnu fiskveiðiári eða tæp 60 þúsund tonn. Vilhelm Þorsteinsson, sem var aflahæsta skipið fiskveiðiárið þar á undan, fylgir fast á hæla Berki.

Aðeins munar um 250 tonnum á afla skipanna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Fjögur uppsjávarskip náðu því að veiða 50 þúsund tonn eða meir á fiskveiðiárinu, þ.e. Börkur, Vilhelm, Margrét og Hákon, en aðeins eitt skip veiddi meira en 50 þúsund tonn fiskveiðiárið 2006/2007.

Í Fiskifréttum í dag eru birtar töflur yfir 20 aflahæstu skip í hverjum skipaflokki á nýliðnu fiskveiðiári samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.