Niðurstöður árlegs kolmunna- og síldarleiðangurs Hafrannsóknastofnunar benda til góðrar nýliðunar í kolmunna og að norsk-íslenska síldin sé nú að leita inn á hefðbundnar fæðuslóðir austan við landið.
Kolmunna- , síldar-, og umhverfisrannsóknaleiðangur Hafrannsóknarstofnunar stóð yfir frá því seinast í apríl til 22. maí. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur tjáði Fiskifréttum að mælingar hafi sýnt svipað magn síldarinnar innan íslensku lögsögunnar og síðustu tvö ár á þessum árstíma, rúmlega hálf milljón tonn.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag