Á sjávarútvegssýningunni NorFishing í Þrándheimi í Noregi, sem haldin var dagana 19. til 22. ágúst sl. var formlega gengið frá sölu á Dynex togtaugum og Dynex Data höfuðlínuköplum til útgerða norsku skipanna Harvest, Smaragd og Torbas en fyrr á árinu var sams konar búnaður seldur til útgerðar norska skipsins Kings Bay.
Að sögn Haraldar Árnasonar hjá Hampiðjunni, eru umrædd fjögur skip nýjustu og fullkomnustu uppsjávarveiðiskip Norðmanna og eru þau ýmist komin í rekstur eða verða afhent fljótlega.
Að sögn Haraldar er komin átta ára reynsla á notkun Dynex togtauganna og hafa þær reyndar verið í stöðugri þróun allan þann tíma.
,,Togtaugarnar hafa fyrir löngu sannað sig. Þær eru mun léttari en togvírar og sömuleiðis mun sterkari. Verðið á togtaugunum hefur lækkað og er nú um þrefalt hærra en á togvírum en á móti kemur að endingin er mjög góð og a.m.k. fimmfalt meiri en á vírunum,“ segir Haraldur Árnason.
Sjá nánar á vef Hampiðjunnar.