Í nýjustu Fiskifréttum er meðal annars fjallað um veiðar, vinnslu og markaðssetningu á makríl frá ýmsum hliðum, gang humarveiðanna, vaxandi línuveiðar á blálöngu, steinbítsskot norðan við Horn, nýsmíðaðan krókaaflamarksbát, tegundagreiningu á síld um borð í fiskiskipum og birt ítarlegt viðtal við sjávarútvegsráðherra um ástand og horfur í þorskveiðum.
- Makríllinn er nýjasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum. Fjallað er um makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi og rætt við skipstjóra, fiskifræðing og rannsóknamann frá Matís um veiðar og vinnslu makríls hér við land að undanförnu.
- Áfram prýðisgóð humarveiði sunnan- og suðaustanlands.
- Muggur KE, nýsmíðaður 15 tonna bátur frá Sólplasti ehf.
- Meira af blálöngu vegna hækkandi sjávarhita.
- Íslensk og norsk-íslensk síld tegundagreind í veiðiskipum
- ,,Allt að tonn á balann”. Steinbítsskot norðan við Horn.
- ,,Þorskurinn í mun betra ástandi en áður”, segir Árni Ólafur Sigurðsson skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU, sem er ,,karlinn í brúnni” þessa vikuna.
- Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ skrifar skoðunargrein vikunnar sem hann nefnir: ,,Skynsamleg ákvörðun aflamarks”.
- Aflahæstu skip og bátar í júnímánuði. Tafla og umfjöllun.
- Og margt fleira.