Í nýjustu Fiskifréttum sem fylgdu Viðskiptablaðinu í gær er m.a. fjallað um kvótaúthlutun nýs fiskveiðiárs, flakk á þorsk milli lögsagna Íslands og Grænlands og minnkandi hlut Íslendinga í heildargrálúðuveiðinni.
- Kvótaúthlutun nýs fiskveiðiárs liggur nú fyrir. Í Fiskifréttum er birtur er listi yfir 50 kvótahæstu útgerðirnar og samanburð við fyrra ár, ennfremur kvótahæstu skip og báta og fleira tengt úthlutuninni.
- Líklegt er að þorskur flakki milli lögsagna Íslands og Grænlands. Rætt er við Einar Hjörleifsson og Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðinga um málið.
- Hlutur Íslands í heildargrálúðuveiðinni á hafsvæðinu A-Grænland, Ísland og Færeyjar hefur aldrei verið minni en nú.
- Smábáturinn Daðey GK er kominn á tilraunaveiðar við Nýfundnaland.
- 6-7 þús. tonn af þorskkvóta verða líklega flutt yfir á nýtt fiskveiðiár.
- Norðmenn kaupa gömul íslensk skip til að nota í ,,kvótahoppi”
- Kaldbakur EA veiddi risaýsu
- ,,Búrhvalurinn miklu afkastameiri en skipin á grálúðuveiðum,” segir Jóel Þórðarson í dálkinum Karlinn í brúnni.
- ,,Mismunun grefur undan virðingu”. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ skrifar skoðunargrein vikunnar.
- Og margt fleira.