Í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag með Viðskiptablaðinu er m.a. fjallað um mjög góða veiði af boltaþorski í netaralli norðaustur af Grímsey á dögunum.
Einnig er fjallað um:
• Nýtt uppsjávarveiðiskip, Ásgrím Halldórsson SF, sem Skinney-Þinganes á Hornafirði hefur keypt
• Áframhaldandi prófanir Hafrannsóknastofnunar á lagskiptri botnvörpu sem aðskilur þorsk og ýsu að verulegu leyti í.
• Steinbítsveiðina sem nú er dreift yfir lengri tíma árs en fyrr
• Kúfiskveiðar Fossár ÞH frá Þórshöfn í viðtali við Ragnar Indriðason skipstjóra
• Herferð Greenpeace gegn sölu á þorski og öðrum algengum fisktegundum í Bandaríkjunum (skoðunargrein Vilhjálms Jens Árnasonar aðstoðarframkvæmdastjóra LÍÚ).
• Og margt fleira.