Enn á ný á að gera tilraun til þess að ná samkomulagi um nýtingu makrílstofnsins. Boðaður hefur verið fundur fulltrúa Evrópusambandsins, Noregs, Íslands og Færeyja í Osló 9.-11. mars næstkomandi.
Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Sem kunnugt er hafa fyrri fundir engan árangur borið. ESB og Noregur saka Ísland og Færeyjar um að hrifsa til sín stærri hluta heildaraflans en þeim beri, en Íslendingar og Færeyingar benda á að ESB og Noregur vilji halda skiptingu heildarkvótans óbreyttri þrátt fyrir að makríllinn hafi breytt göngumynstri sínu á síðari árum.