Um 400 gestir voru við formlega opnun nýja uppsjávarfrystihúss Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag og um kvöldið var slegið upp fjölmennustu árshátíð félagsins í tilefni af 70 ára sögu þessi.

Afköst nýju vinnslunnar eru um 420 tonn á sólarhring og þar er blástursfrysting en ekki plötufrysting líkt og hefðbundið er á Íslandi. Asíumarkaður kallar á blástursfrystingu og borgar betur fyrir fisk sem þannig er heilfrystur.

Sjá nánar á vef Vinnslustöðvarinnar og þar er einnig myndband af byggingu nýja hússins og tæki þess sýnd í keyrslu.