Um helgina var hinn nýi frystitogari Ramma hf., Sólberg ÓF 1, sjósettur í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skipið  er 80 metra langt og 15,4 metra breitt.

Stöðnun sú sem ríkt hefur í framleiðslu á sjófrystum afurðum verður rofin þegar nýi frystitogarinn  bætist í flotann. Nýjar tegundir fiskvinnsluvéla, aukin nýting hráefnis og orkusparnaður einkennir nýja skipið.

Á Facebook má sjá myndskeið frá sjósetningunni á laugardaginn, HÉR.